Þjálfaraverkstæði

Þjálfaraverkstæðið 1 (grunnur) er hagnýtt námstækifæri fyrir fólk sem kennir eða vill kenna fullorðnum, hvort sem er í kennslustofu, á verkstæði, í vinnunni, félagasamtökum, kirkjunni eða jafnvel á vefnum. Áhersla verkstæðisins er á það sem þú gerir til að ná árangri. Markmið verkstæðisins er að þátttakendur verði færir um að skipuleggja og halda árangursrík og skemmtileg námskeið fyrir fullorðna námsmenn í ýmsum aðstæðum. Þátttakendur kynnast helstu atriðum sem tengjast námi fullorðinna og læra aðferðir sem gagnast vel til að hjálpa þeim við að tileinka sér námsefnið. Námskeiðið er byggt upp á stuttum fyrirlestrum einstaklings- og hópverkefnum og verklegum æfingum.midlun-l

Helstu innihaldsþættir

  1. Hvað vitum við um það hvernig fólk lærir? Hvað þýðir það fyrir kennara?
  2. Hlutverk leiðbeinenda
  3. Skipulagning og stjórnun námsumhverfis
  4. Skiljanleg og eftirminnileg framsetning námsefnis
  5. Skipulagning náms og markviss undirbúningur kennslu
  6. Fagmannleg samskipti. Hvernig tekst þú á við erfiða nemendur?

Þjálfaraverkstæði

Þjálfaraverkstæðið: Grunnur

3 skipti í október 2013 kl. 16-19,
–  miðvikudagur 2. október, kl. 16-19
–  þriðjudagur 8. október, kl. 16-19
–  fimmtudagur 10. október, kl. 16-19
Verð: kr. 32.250.-

Sæktu nánari upplysingar um Þjalfaraverkstæðin
Smelttu hér til að skrá þig


Sjá einnig Þjálfaraverkstæðið 2 (framhald)