Þjálfaraverkstæði – framhald

Þjálfaraverkstæðin eru frábær leið fyrir sérfræðinga og aðra sem kenna á vinnustað sínum, kenna við endurmenntun, símenntun eða annarsstaðar þar sem fullorðnir koma saman til að læra.

kennslu-smidjur

Framhaldsverkstæðið er ætlað fólki sem hefur þegar tekið fyrra verkstæðið, Þjálfaraverkstæðið eða námskeiðið Árangursrík kennsla. Hér er byggt ofan á þekkingu og reynslu sem fólk hefur aflað sér fyrir og kafað dýpra í viðfangsefni kennslunnar. Þátttakendur skapa sér breiðari þekkingargrunn fyrir kennsluna, læra fleiri aðferðir bæði við framsetningu efnis og til að hjálpa þátttakendum að vinna úr námsefninu. Markmið verkstæðisins er að þátttakendur verði enn öruggari í kennslunni og fái nýjar hugmyndir og aðferðir til að ná enn betri árangri.

MP900443316

Framhald: Helstu innihaldsþættir

  1. Kennsla í litlum og stórum hópum. Aðferðir til að stuðla að námi í hópum.
  2. Hvernig virkjar þú þátttakendur?
  3. Áhrifarík og fagmannleg notkun kennslumiðla.
  4. Notkun netsins og nýrra miðla til að styðja við kennslu.
  5. Verðleikarýni og aðrar aðferðir til að virkja þátttakendur á jákvæðan hátt.
  6. Hvernig metur þú árangur nemenda?

Þjálfaraverkstæðið: Framhald

 

Sjá einnig Þjálfaraverkstæðið 1 (Grunnur)