Tækniverkstæði

Þrjú tækniverkstæði verða í boði í haust, fyrir kennara á öllum skólastigum:

1. Kennsla og internetið – að komast yfir þröskuldinn

TaekniVerkstaedi

Tilvalið verkstæði fyrir fólk sem vill komast af stað í því að vera virkt sjálft með eigið efni á vefnum.

Á þessu verkstæði:

Lærir þú að koma þér upp vef þar sem þú getur vistað alls konar náms- og kennsluefni. Þú kynnist vefsvæðum þar sem þú getur vistað gögn, myndir og annað efni sem þú vilt koma á framfæri við nemendur þína.

Á verkstæðinu þjálfastu í grundvallarfærni sem er nauðsynleg til að miðla alls konar efni á vefnum svo sem, texta, myndum, glærukynningum, myndböndum, hljóðupptökum og fleiru, allt eftir því sem þú ert að vinna með.

Og að lokum kynnist þú því helsta sem þarf að hafa í huga varðandi öryggi á netinu.

2. Miðlun náms- og kennsluefnis á vefnum

TaekniVerkstaedi-2

Á þessu verkstæði kynnist þú ólíkum miðlum á vefnum sem auðvelda þér að miðla námsefni til nemenda, til dæmis Scribd, Slideshare, Prezi, Youtube, Vimeo, Tumblr, Jing, Picasa og Photobucket. Hér er svo markmiðið að kafa aðeins dýpra svo þú þjálfist í því að koma efninu á gagnlegan og áhrifaríkan hátt á vefinn þannig að þau sem þú vilt að komist í efnið geti auðveldlega nálgast það.

3. Notkun félagsmiðla í námi og kennslu

TaekniVerkstaedi-3

Á þessu verkstæði verður skoðað hvernig félagsmiðlar geta nýst kennurum og hvaða möguleika þeir bjóða uppá til að styðja við nám nemenda. Notkun Facebook við kennslu verður könnuð sömuleiðis notkun annarra félagsmiðla og kostir þeirra og gallar bornir saman. Á verkstæðinu verða einnig aðrar tegundir samvinnu á vefnum kannaðar, svo sem notkun Twitter í kennslu til að miðla hugmyndum og ítarefni eða til að óska eftir aðstoð og veita nemendum stuðning.

Taekni-i-nami

Væri ekki frábært að hafa vald á því að útbúa kennsluleiðbeiningar, verkefni eða annað kennsluefni og koma því þannig fyrir að það sé aðgengilegt nemendum á auðveldan og þægilegan hátt á vefnum og jafnvel í símunum þeirra?

Gríptu tækifærið! Taktu frá einn eftirmiðdag til að komast yfir þröskuldinn… og læra það sem til þarf til að setja fram efni á nothæfan hátt á vefnum fyrir nemendur þína.