Kennslu-smiðjur

Kennsla fullorðinna er spennandi og krefjandi verkefni – fyrir okkur öll sem erum svo heppin að stunda þá iðju. En eins og önnur kennsla getur verkefnið þó orðið frekar einmanalegt og jafnvel getur komið að því að hugmyndir um nýbreytni þrýtur. Þá getur verið gott að eiga greiðan aðgang að félögum og samstarfsfólki til að ræða málin, fá nýjar hugmyndir, greiningu á því sem við upplifum og ekki síst hvatningu.

midlun-l

“Kennslusmiðjur” eru reglulegir fundir kennara þar sem þeir ræða – undir leiðsögn og handleiðslu sérfræðings – ýmsa þætti sem snúa að kennslu sinni með það fyrir augum að þróast og þroskast í starfi og ná enn betri tökum á viðfangsefninu: Kennsla fullorðinna.

==> Sæktu nánari upplýsingar hér

Hafðu samband:

kennslu-smidjur

nam.is býður upp á markvissan stuðning við starfsþróun þeirra sem koma að kennslu og leiðsögn í símenntun, t.d. með „Kennslusmiðjum“ þar sem fólk sem kemur að því að hjálpa fullorðnum að læra, t.d. á námskeiðum hjá símenntunarmiðstöðvum, í fyrirtækjum og stofnunum eða hjá félagasamtökum, kemur saman reglulega til þess að skiptast á reynslu, upplifunum og fá nýjar hugmyndir.