Hugarkort

  • Hugarkort notað við þankahríð og kynningu hugmynda
  • hugarkort

Hugarkort eru einstök leið til þess að setja á blað – eða skjá – hugsanir sínar eða annara, á hátt sem er meira í takt við það hvernig hugurinn virkar en nokkur önnur leið sem við þekkjum. Þessi aðferð byggir á þekkingu okkar á því hvernig heilinn virkar og nýtir hana til hins ítasta við glósugerð, á hátt sem er fljótvirkur, áhrifaríkur og auðveldar minni. Hugarkort hjálpa námsmanninum að skilja og muna námsefnið betur. Þau hjálpa kennaranum að skipuleggja kennslu sína, vinna námsefni og auðvelda framsetningu þess. Þau hjálpa stjórnendum að skipuleggja fundi og kynningar og auðvelda öllum að skipuleggja verkefni fá yfirlit yfir þau og að halda utan um vinnslu þeirra.

nám.is býður upp á námskeið í gerð hugarkorta fyrir alls konar hópa og hvort sem fólk vill nota hugbúnað eins og MindManager, xMind, iMindMap eða blað og blýant.

Hafðu samband: